Þjónustan

Previous
Next

Allir starfsmenn, óháð stöðu, geta komið máli sínu á framfæri til óháðs þriðja aðila ef þeir upplifa óæskilega framkomu eða vanlíðan í tengslum við störf sín

Siðferðisgáttin styður við bakið á öflugu mannauðsstarfi fyrirtækja og stofnana með það að leiðarljósi að efla örugga vinnustaðamenningu. Siðferðisgáttin starfar sem óháður ráðgjafaraðili í samstarfi við stjórn fyrirtækja eða stofnana sem gera samning um að starfrækja Siðferðisgáttina á viðkomandi vinnustað. 

Setjum málin strax í faglegan farveg á einfaldan og öruggan hátt

Okkar markmið er að auðvelda starfsfólki að stíga fram með sína upplifun eða vanlíðan

Ávinningurinn getur verið margvíslegur

  • Minni líkur á fjárhagstapi, lögsóknum og slæmu orðspori með snemmtæku utanaðkomandi inngripi ef alvarleg mál koma upp
  • Styrkir stoðir góðrar og heilbrigðar vinnustaðamenningar
  • Samfélagsleg ábyrgð
  • Sýnir að fyrirtækinu sé umhugað um vellíðan starfsmanna og er þátttakandi í að uppræta óæskilega háttsemi inná vinnustöðum
  • Sýnir fram á góða stjórnarhætti – Gæðastimpill 

Dæmi um óæskilega hegðun eða vanlíðan í starfi

Kynferðisleg áreitni, einelti eða ofbeldi

Vanlíðan í samskiptum við aðra starfsmenn

Síendurteknir og langvarandi samskiptaerfiðleikar

Álag eða streita í starfi

Almenn vanlíðan sem hefur áhrif á starf viðkomandi

Viltu vita meira um þjónustu?

Þú getur einnig hringt í síma

Þú getur líka sent okkur tölvupóst á

2022 Siðferðisgáttin
Hagvangur ehf.

Copyright © 2022 Siðferdisgattin