Ráðgjöf og fræðsla

Ráðgjafar Siðferðisgáttarinnar veita margs konar ráðgjöf fyrir vinnustaði á sviði þjálfunar og þróunar mannauðs. Við leggjum áherslu á persónulega ráðgjöf, sem sniðin er að þörfum og aðstæðum hverju sinni. Við viljum hjálpa okkar viðskiptavinum að móta hvetjandi starfsumhverfi og innleiða þrautreyndar aðferðir til að bæta frammistöðu, auka vellíðan á vinnustöðum og forðast erfið atvik sem upp geta komið.

Aðgerðaráætlanir og siðareglur

  • Aðgerðaráætlun við einelti, áreitni og ofbeldi 
  • Ráðgjöf varðandi verkferla  
  • Hlutverk skoðuð og grunngildi metin 
  • Gerð siðareglna og/eða siðasáttmála  
  • Samtöl við hlutaðeigandi, t.d. í formi rýnihópa   

Fræðsla um einelti, áreitni og ofbeldi

  • Einelti, áreitni og ofbeldi skilgreint 
  • Er hægt að fyrirbyggja óæskilega háttsemi? 
  • Hvað skal gera ef vísbending er til staðar um óæskilega háttsemi? 
  • Umfjöllun um mörk og meðvirkni 

Árangursrík samskipti

  • Fræðsla í formi vinnustofu með það að markmiði að efla þátttakendur í samskiptafærni 
  • Starfsfólk fær ákveðin verkfæri sem styrkja áhrifaríkt samstarf á vinnustaðnum 
  • Æfingar til þess að þjálfa viðfangsefnið og styrkja liðsheildina 
  • Fjallað um áhrifaríka samskiptatækni, virka hlustun, leiðir til lausna, tilfinningar o.fl.  

Vinnustaðagreiningar 

  • Sérhæfing í vinnustaðagreiningum með áherslu á djúpviðtöl, einnig rafrænar kannanir
  • Markmiðið er að mæla og varpa ljósi á m.a. starfsánægju, hollustu og tryggð 
  • Horft er á niðurstöðurnar og þætti sem betur mættu fara með markvissum hætti 
  • Lögð er áhersla á einfaldleika og skýra framsetningu á niðurstöðum  

Orkustjórnun

  • Orkustjórnun er svar við streitu og áreiti í nútíma vinnuumhverfi 
  • Aðferðafræði byggð á rannsóknum í ýmsum fræðigreinum og snýr að breyttu vinnulagi, viðhorfi og venjum starfsfólks
  • Fræðsla í formi orkuvinnustofu, samansett af fyrirlestrum og vinnulotum 
  • Getur skilað sér í heilbrigðara og öflugra starfsfólki, auknum afköstum og færri fjarvistum 

Starfsmannasamtöl

  • Markmið að þjálfa og styrkja stjórnendur fyrir starfsmannasamtöl svo þau skili árangri 
  • Áhersla á mannlega þáttinn í samtölum, markvissan undirbúning fyrir viðtöl og samtalstækni 
  • Fjallað um endurgjöf og hvatningu til að stuðla að bættri frammistöðu 
  • Farið yfir árangursríkar leiðir til að takast á við frammistöðuvanda með leiðréttingarsamtölum

Stjórnun mannauðs

  • Stiklað á stóru um stjórnun mannauðs og hlutverk stjórnenda 
  • Áskoranir og árangursríkar leiðir til að takast á við þær 
  • Tímastjórnun og forgangsröðun verkefna 
  • Ráðningarferli, móttaka og þjálfun nýliða, frammistöðustjórnun, erfið samtöl og fleira 

Starfslokaráðgjöf

  • Vinnuveitendur geta veitt fyrrum starfsfólki sínu ráðgjöf í kjölfar uppsagnar
  • Viðkomandi fær ráðgjöf þar sem áhersla lögð á að beina sjónum fram á við
  • Aðstoð við að móta nýjan starfsferil, finna styrkleika og nýta þá í væntanlegri starfsleit
  • Hagnýt atriði sem nýtast í atvinnuleitinni

Það er alltaf best að ráðast að rót vandans

  • Þarf að skoða verkferla eða vinnureglur innanhúss?
  • Þarf að bjóða upp á fræðslu til stjórnenda eða annarra starfsmanna?

Góð forvörn stuðlar að öruggri og jákvæðri vinnustaðamenningu!

Viltu vita meira um ráðgjöfina?

Þú getur einnig hringt í síma

Þú getur líka sent okkur tölvupóst á

2022 Siðferðisgáttin
Hagvangur ehf.

Copyright © 2022 Siðferdisgattin