Markmið Siðferðisgáttarinnar er að skapa fyrirtækjum og stofnunum vettvang fyrir starfsmenn sína til að koma því á framfæri til óháðs þriðja aðila, ef þeir verða fyrir óæskilegri framkomu á vinnustaðnum eða upplifa vanlíðan í tengslum við störf sín.
Tilkynna mál
Hlutlaus ráðgjafi
Trúnaður
Siðferðisgáttin
Hægt er að tilkynna mál með mismunandi leiðum, á þann hátt sem hentar best. Fyllsta trúnaðar er gætt og tekið er á öllum málum af fagmennsku, í fullu samráði við tilkynnanda.
Ráðgjafi Siðferðisgáttarinnar hefur samband við þig símleiðis innan sólarhrings næsta virka dag
Copyright © 2022 Siðferdisgattin
Hlutverk Siðferðisgáttarinnar er að veita starfsmönnum, óháð stöðu, hlutlausan farveg fyrir sínar ábendingar/kvartanir og með því stuðla að faglegri úrvinnslu í hverju tilfelli. Ráðgjafar Hagvangs ehf., sem starfa við Siðferðisgáttina, taka saman upplýsingar úr viðtali/samtali við þig og skila skýrslum til tengiliðar vinnustaðar sem hafa að geyma upplýsingar um eðli mála sem tilkynnt eru í Siðferðisgáttina og tölfræði vegna þeirra, meðal annars vegna máls þíns.
Hagvangur ehf. hagar meðferð á persónuupplýsingum í samræmi við ákvæði laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
Þá er Hagvangi ehf. óheimilt að miðla persónugreinanlegum upplýsingum um þig til þriðja aðila og mun því ekki senda tengilið vinnustaðar þíns slíkar upplýsingar um þig.
Með samþykki þessu staðfestir þú að hafa fengið upplýsingar um tilgang Siðferðisgáttar, hlutverk ráðgjafa Hagvangs ehf. og meðferð og vinnslu trúnaðar-upplýsinga um þig.